Fyrsta ferð 17 maí....

Verðrið var frábært, logn, heiðblár himinn og sól. Kannski ekkert frábært gönguveður en gaman að fara fyrstu ferð í blíðskaparveðri. Dóttir mín ákvað að koma með. Þegar við lögðum af stað sagði ég við hana að við mættum ekki vera lengur en 60 mín upp að Steini. Hún tók því vel. Ferðin gekk stórslysalaust. Mikil umferð var á fjallinu. Fólk með mismunandi áform. Sumir voru að notfæra sér góða veðrið og skoða útsýnið á meðan aðrir voru að keppa við klukkuna eins og við mæðgur.

Dóttir mín er í toppformi og skundaði af stað og var fljót að komast góðan spöl á undan mér. Ég sagði henni bara að halda sínum hraða ég tæki minn og næði markmiðinu. Og það gerði ég. Var 60 mín upp að Steini og var  bara stolt af því. Dóttir mín var ca 54 mín sem er frábært. Við fórum ekki á toppinn heldur settumst niður upp við Stein og fengum okkur próteinbar og vatn áður en við tókum niðurleiðina. Við löbbuðum niður en skokkuðum þó inn á milli.

esjan_17_mai_2009_003.jpg

Frábær fyrsta ferð á Esjuna.

Vala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst Esjan alltaf hálfgerður "hóll".  Það getur líka verið gaman að ganga á hóla.    Vafalítið móðga ég einhverja þó svo það sé nú ekki tilgangurinn.  Ég bý bara á milli mun hærri "hóla", þó svo ég hafi nú ekki metrafjöldann á hreinu, sem ég hef flesta gengið og sennilega er það þess vegna sem mér finnst Esjan vera hálfgerður "hóll" og sjálfsagt ágætur fyrir byrjendur.  Ekki illa meint. 

Páll A. Þorgeirsson (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband