Esjan heillar....

Ég hef sett mér það markmið að fara Esjuna einu sinni í viku sumarið 2009. Tók svo þá ákvörðun í dag að blogga smá um gönguna og hvernig gengur, aðallega til að hvetja mig áfram í markmiði mínu.

Árið 2007 byrjaði ég að spá í hreyfingu aftur og keypti mér kort í líkamsræktarstöð. Var ótrúlega dugleg að mæta en gafst alltaf upp eftir ca 4 vikur. Sá þá flísteppið mitt svo fallegt í sófanum þegar ég kom heim úr vinnu og lagðist bara undir það og horfði á sjónvarpið. En sem betur fer þá byrjaði ég alltaf aftur og aftur. Var ósátt við líðan mína, alltaf þreytt og  þreklaus. Svo uppgötvaðist það að ég var kviðslitin og þegar ég átti að fara í aðgerð uppgötvast það líka að ég er mjög lág í járni og blóð. En á þessum tíma var ég búin að kaupa mér ferð yfir Fimmvörðuháls um jónsmessu og með töffaraskapinn einan í farteskinu lagði ég á hálsinn í ömurlegu ástandi. Komst ég bara upp á topp en var keyrð sömu leið til baka. Ónæmiskerfið hrundi og ég lá veik í tæpar tvær vikur á eftir. Ég fór þá að byggja mig upp og náði loks að fara í aðgerð 1 nóv 2007 út af kviðslitinu.  Til að gera langa sögu stutta þá var ég líka svo ljónheppin að Herbalife dreifingaraðili hljóp mig niður og sagði mér allt um þá frábæru næringu. Ég byrjaði að notfæra mér þessa næringu og var fljót að jafna mig eftir aðgerð. Náði af mér ca 10 kg fyrstu 8 vikurnar. Fékk ótrúlega orku og fór aftur í ræktina og er þar enn. Á sama tíma og ég byrjaði á Herbalife næringavörunum hætti ég að reykja. Í dag er ég í allt öðru ásigkomulagi bæði andlega og líkamlega. Algjörlega frábær lífsstíll. Og að sjálfsögðu gerðist ég dreifingaraðili fyrir þessar frábæru næringavörur. 

Það hefur verið draumur minn lengi að klífa fjöll.  Í sumar ætla ég að láta þann draum rætast. Til að styrkja mig og auka þol mitt og þrek ætla ég að notfæra mér Esjuna og skokka hana a.m.k. einu sinni í viku.

 

Vala


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband