Helgafell.......

Gaf Esjunni frí í dag.  Fór hinsvegar á Helgafell. Það er tiltölulega létt ganga upp á topp. Minnir að Helgafell sé ca 338 m hátt.  Það kom mér á óvart hvað umferðin var mikil. Mikið af fjölskyldufólki að rölta saman og mikið af fólki að viðra hundana sína.

Gangan gekk vel. Fór hefðbundna leið upp og gekk rösklega án hvíldar upp á topp. Var heppin með veðrið þó það hafi verið töluverður vindur á toppnum. En líklega er það alltaf. Stoppaði stutt uppi. Fékk mér eitt próteinbar og vatnssopa. Á niður leiðinni þá hinsvegar fór ég einhverja allt aðra leið. Sá fólk sem var á uppleið og gekk bara í átt til þeirra og endaði í skruðningum og klettum en bara gaman að því. Það er svona þegar maður er ekki alveg klár á aðstæðum. Þessi leið er ekki eins falleg, mikið af skriðum og gljúfrum án þess þó að vera eitthvað hættuleg.

Ferðin í heild tók mig rúman einn og hálfan tíma og hef ég ekki minnstan grun um hvort það er gott eða slæmt. En ég er sátt Grin

Vala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæhæ skvís. Ekkert smá flott hjá þér. Ég var um daginn um tvotíma með börn í eftirdragi :) Bara snild... Rosalega dugleg ;)

Kv. Þuriður Ósk

Þuríður Ósk (IP-tala skráð) 6.6.2009 kl. 18:54

2 Smámynd: Vala

Takk fyrir innlitið mín kæra. Frábært að sjá hvað þú ert dugleg í þinni hreyfingu :-)

Vala, 7.6.2009 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband