Nr 2 Uppstigningadagur 21 maí....

Vaknaði hress í morgun. Fékk mér góðan morgunverð og kaffisopa. Veðrið var frábært svo ég tók þá ákvörðun að fara á Esjuna.

Fór ein í þetta sinn. Mikil umferð á fjallinu. Veðrið var frábært þó ögn kaldara en á sunnudaginn. Ég skundaði af stað, fann fínan gönguhraða og hélt honum alla leið upp að Steini. Tók auðvita tímann en var viss um að nú væri ég lengur en síðast. Fannst ég ekki í sama forminu og svo var ég ein. Það skiptir máli því þá er það bara ég sem set pressuna á mig og við viljum nú oft vera ansi góð við sjálfa okkur. En ég náði frábærum tíma. Var 56 mín upp að Steini og er rosalega ánægð með það.  Sat góða stund uppi og horfði á útsýnið og borðaði próteinbarið mitt. Svo gott að vera með próteinbar á fjalli. Svo skokkaði ég megnið af leiðinni niður. Frábær ferð þennan daginn. 

Vala

 


Fyrsta ferð 17 maí....

Verðrið var frábært, logn, heiðblár himinn og sól. Kannski ekkert frábært gönguveður en gaman að fara fyrstu ferð í blíðskaparveðri. Dóttir mín ákvað að koma með. Þegar við lögðum af stað sagði ég við hana að við mættum ekki vera lengur en 60 mín upp að Steini. Hún tók því vel. Ferðin gekk stórslysalaust. Mikil umferð var á fjallinu. Fólk með mismunandi áform. Sumir voru að notfæra sér góða veðrið og skoða útsýnið á meðan aðrir voru að keppa við klukkuna eins og við mæðgur.

Dóttir mín er í toppformi og skundaði af stað og var fljót að komast góðan spöl á undan mér. Ég sagði henni bara að halda sínum hraða ég tæki minn og næði markmiðinu. Og það gerði ég. Var 60 mín upp að Steini og var  bara stolt af því. Dóttir mín var ca 54 mín sem er frábært. Við fórum ekki á toppinn heldur settumst niður upp við Stein og fengum okkur próteinbar og vatn áður en við tókum niðurleiðina. Við löbbuðum niður en skokkuðum þó inn á milli.

esjan_17_mai_2009_003.jpg

Frábær fyrsta ferð á Esjuna.

Vala


Esjan heillar....

Ég hef sett mér það markmið að fara Esjuna einu sinni í viku sumarið 2009. Tók svo þá ákvörðun í dag að blogga smá um gönguna og hvernig gengur, aðallega til að hvetja mig áfram í markmiði mínu.

Árið 2007 byrjaði ég að spá í hreyfingu aftur og keypti mér kort í líkamsræktarstöð. Var ótrúlega dugleg að mæta en gafst alltaf upp eftir ca 4 vikur. Sá þá flísteppið mitt svo fallegt í sófanum þegar ég kom heim úr vinnu og lagðist bara undir það og horfði á sjónvarpið. En sem betur fer þá byrjaði ég alltaf aftur og aftur. Var ósátt við líðan mína, alltaf þreytt og  þreklaus. Svo uppgötvaðist það að ég var kviðslitin og þegar ég átti að fara í aðgerð uppgötvast það líka að ég er mjög lág í járni og blóð. En á þessum tíma var ég búin að kaupa mér ferð yfir Fimmvörðuháls um jónsmessu og með töffaraskapinn einan í farteskinu lagði ég á hálsinn í ömurlegu ástandi. Komst ég bara upp á topp en var keyrð sömu leið til baka. Ónæmiskerfið hrundi og ég lá veik í tæpar tvær vikur á eftir. Ég fór þá að byggja mig upp og náði loks að fara í aðgerð 1 nóv 2007 út af kviðslitinu.  Til að gera langa sögu stutta þá var ég líka svo ljónheppin að Herbalife dreifingaraðili hljóp mig niður og sagði mér allt um þá frábæru næringu. Ég byrjaði að notfæra mér þessa næringu og var fljót að jafna mig eftir aðgerð. Náði af mér ca 10 kg fyrstu 8 vikurnar. Fékk ótrúlega orku og fór aftur í ræktina og er þar enn. Á sama tíma og ég byrjaði á Herbalife næringavörunum hætti ég að reykja. Í dag er ég í allt öðru ásigkomulagi bæði andlega og líkamlega. Algjörlega frábær lífsstíll. Og að sjálfsögðu gerðist ég dreifingaraðili fyrir þessar frábæru næringavörur. 

Það hefur verið draumur minn lengi að klífa fjöll.  Í sumar ætla ég að láta þann draum rætast. Til að styrkja mig og auka þol mitt og þrek ætla ég að notfæra mér Esjuna og skokka hana a.m.k. einu sinni í viku.

 

Vala


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband