Nr 4..........

Skellti mér á Esjuna í dag með góðum hópi fólks. Við hittumst við Esjurætur kl 17:00. Þeir sem voru með mér voru vanir göngumenn. Höfðu afrekað það á Uppstigningadag að fara saman á Hvannadalshnjúk í frábæru veðri með frábærum hóp. Já og svo var dóttir mín með. í þessum þremur ferðum sem ég hef farið þetta sumarið hef ég alltaf farið gömlu leiðina sem liggur upp Langahrygg sem einnig er nefndur Gljúfradalsháls. Gengið er í bröttum skriðum uns komið er í mýrina. Handan hennar tekur svo bratti Þverfellshorns við. Leiðin hentar þeim sem vilja fara hratt yfir. Í dag hinsvegar fórum við nýju gönguleiðina upp að Þverfellshorni. Hún klofnar frá gömlu leiðinni og stefnir yfir Mógilsá og þar upp austan árinnar. Þar er ekki eins bratt og á gömlu leiðinni og því aðeins léttari. Göngustígarnir koma aftur saman fyrir neðan hamrana í Þverfellshorni.  Við fórum upp að Steini en einn göngugarpur kvaddi okkur þar og hélt á toppinn. Við hin tókum hinsvegar mýrina til baka.

Fín ferð með góðu fólki Heart

Vala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband