Nr 3 og enn er sól......

Esjan skartaði sínu fegursta í gær þar sem ég sat við borðið mitt í vinnunni. Ég tók göngufötin mín með svo ég gæti farið strax eftir vinnu. Mér fannst dagurinn ótrúlega lengi að líða og klukkan ætlaði bara aldrei að verða 17 Smile Þegar ég svo loks lagði af stað þá  leist mér nú ekki á blikuna þegar ég keyrði í gegnum Mosfellsbæ. Þar ver úthellis rigning og spurning um að hætta við. En engin er verri þótt hann vökni. Rigningin hætti og sólin tók völdin á meðan á göngu minni stóð.

Ég lagði af stað upp kl 17:38. Var bara með vatnsbrúsann minn í för. Var í fínu formi og fann góðan gönguhraða og hélt honum nánast alla leið upp að Steini. Ég skal viðurkenna að ég var móð þegar á áfangastað var komið. Var 55 mín. Tók smá hvíld til að pústra en lagði svo í brattann niður. Hljóp að mestu niður að stæði og var komin þangað kl 19:10. Sátt við mig og sátt við tímann minn.

Eftir svona góða hreyfingu þá er lundin svo létt og í raun finnst mér ég geta gert hvað sem er. Ekki slæm tilfinning.

Vala


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband