Vífilsfell var það heillin.......

Vaknaði eldsnemma í gærmorgun. Mæting á Olísplanið við Rauðavatn kl 09:00. Áfangastaður: Vífilsfell, 655 m. Nú hefur Esjan mín fagra fengið frí frá mér í nokkurn tíma en ég hef nú samt ekki hætt að ganga á fjöll og fell.

Ég var í góðum félagsskap í gær. Ég hafði aldrei farið á Vífilsfellið og hafði því engan grun um gönguleiðina. Göngustígur er greinilegur upp bratta hlíðina upp að sléttunni þar fyrir ofan. Það tekur vel í fótinn. Svo tekur við slétta sem er auðgengin upp að móbergsklettunum. Smá klifur er í klettunum en samt ekkert sem er óyfirstíganlegt. Þegar upp á öxlina er komið er gengið eftir henni að tindinum sjálfum. Til að komast á tindinn er kaðall sem gott er að nota til að komast upp. Á tindinum sjálfum er ægifagurt útsýni. Veðrið í gær var ágætt en lentum þó í smá skýjum og þoku en fengum þó ágætt útsýni þegar upp var komið. 

Frábær ferð sem tók okkur 2 klst og allir sáttir Heart

Vala


Bloggfærslur 7. júní 2009

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband