29.5.2009 | 19:17
Nesti.......
Einhverju sinni gagnrýndi ég nestið hjá einum félaga mínum sem er duglegur að ganga á fjöll. Nestið sem hann tók með sér á Esjuna einn daginn var 1/2 l appelsíni og rískubbar. Annar félagi minn sem er mikill útivistarmaður sagði að það þyrfti nú ekkert nesti á Esjuna. Og það er sjálfsagt rétt. Hinsvegar er rétt næring afskaplega mikilvæg þegar kemur að allri hreyfingu þ.e.a.s ef við viljum fá eitthvað gott út úr henni og ef við erum að hreyfa okkur markvisst til að ná ákveðnu markmiði. Þá skiptir ekki máli hvort þú ætlar á Esjuna eða í gönguferð um dalinn.
Ég fæ mér alltaf góðan próteinsjeik með 1 banana ca klst áður en ég legg af stað á Esjuna og líka áður en ég fer í ræktina. Svo fæ ég mér annan próteinsjeik strax og ég er búin í hreyfingunni. Af hverju ? jú af því að í hvert sinn sem við reynum á vöðvana þá brjótum við þá niður og þeir fara að sækja í prótein og næringu til að byggja sig upp aftur. EF við fáum okkur próteinsjeik strax eftir hreyfingu þá komum við í veg fyrir að líkaminn haldi niðurbrot á vöðvunum áfram og við erum mun fljótari að ná okkur og miklu minni líkur á harðsperrum og aumum vöðvum. Svo er auðvita nauðsynlegt að taka vítamín og steinefni daglega og drekka vel af vatni.
Bara smá pælingar frá mér
Vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.5.2009 | 10:22
Önnur hreyfing........
Það er nú ekki svo að ég gangi bara upp á Esjuna og sitji svo heima undir flísteppi og horfi á sjónvarpið þess á milli. Ég reyni öllu jöfnu að hreyfa mig 5-6 sinnum í viku. Ég á kort í Sporthúsinu og hef verið síðustu 3 mánuði hjá einkaþjálfara, Skarphéðni Ingasyni, afskaplega dugmikill körfubolta snillingur úr KR. Hann hefur verið að taka mig og dóttur mína í frábæra þjálfun tvisvar í viku. Þess á milli fer ég í ræktina og núna líka í útiæfingar.
Það er frábær aðstaða til útiæfinga í Kópavogsdalnum þar sem ég bý. Ég tek stundum "himnastigann" tröppur sem liggja neðst úr dalnum upp á hjalla og eru ,að ég held, rúmlega 200. Að skokka þær tvisvar eða þrisvar er hörkupúl fyrir konu á mínu reki en það var miklu meira púl fyrir nokkrum mánuðum síðan, þá taldi ég það gott að geta gengið hann einu sinni.
Svo er það ferð nr 4 á Esjuna næsta sunnudag.
Sjáumst á toppnum
Vala
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)