Keilir..

Í gær fór ég á Keili ásamt góðu fólki. Keilir ber nafn sitt af lögun sinni og er 379 m. Gangan er tiltölulega létt. Létt gönguleið, en falleg,  er að fjallinu og tekur ca 45 mín. Gangan upp fjallið er frekar brött og erfið þar sem mjög laust er við fótinn. Virkar stundum eitt skref áfram og hálft aftur á bak Grin

Við tókum okkur góðan tíma í gönguna. Vorum með nesti og nýja skó. Svo ákvað veðurguðinn að á Keili skyldi skína sól allan laugardaginn sem var ekki slæmt.  

Keilir

 

 

 

 

 

 

 

Sjái þið tindinn ? þarna fór ég Heart

Vala


Og aftur á Helgafell....

eftir vinnu í gær um kl 16:30.  Veðrið var frábært og gangan létt og þægileg. Gott að skella sér á Helgafellið eftir vinnu. Tiltölulega létt og þægileg ganga sem fær mann samt til að láta hjartað slá hraðar og blóðið flæða betur Grin. Var með tvo göngufélaga með mér sem var frábært. Nokkur umferð var á fellinu og hópar af ungmennum frá Kaldársel.

Helgafell

Á morgun er ráðgert að fara á Keili, hlakka til því það eru ca 3 ár síðan ég gekk hann og þá var ég í afar slæmu formi Heart

Vala


Vífilsfell var það heillin.......

Vaknaði eldsnemma í gærmorgun. Mæting á Olísplanið við Rauðavatn kl 09:00. Áfangastaður: Vífilsfell, 655 m. Nú hefur Esjan mín fagra fengið frí frá mér í nokkurn tíma en ég hef nú samt ekki hætt að ganga á fjöll og fell.

Ég var í góðum félagsskap í gær. Ég hafði aldrei farið á Vífilsfellið og hafði því engan grun um gönguleiðina. Göngustígur er greinilegur upp bratta hlíðina upp að sléttunni þar fyrir ofan. Það tekur vel í fótinn. Svo tekur við slétta sem er auðgengin upp að móbergsklettunum. Smá klifur er í klettunum en samt ekkert sem er óyfirstíganlegt. Þegar upp á öxlina er komið er gengið eftir henni að tindinum sjálfum. Til að komast á tindinn er kaðall sem gott er að nota til að komast upp. Á tindinum sjálfum er ægifagurt útsýni. Veðrið í gær var ágætt en lentum þó í smá skýjum og þoku en fengum þó ágætt útsýni þegar upp var komið. 

Frábær ferð sem tók okkur 2 klst og allir sáttir Heart

Vala


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband