Helgafell.......

Gaf Esjunni frí í dag.  Fór hinsvegar á Helgafell. Það er tiltölulega létt ganga upp á topp. Minnir að Helgafell sé ca 338 m hátt.  Það kom mér á óvart hvað umferðin var mikil. Mikið af fjölskyldufólki að rölta saman og mikið af fólki að viðra hundana sína.

Gangan gekk vel. Fór hefðbundna leið upp og gekk rösklega án hvíldar upp á topp. Var heppin með veðrið þó það hafi verið töluverður vindur á toppnum. En líklega er það alltaf. Stoppaði stutt uppi. Fékk mér eitt próteinbar og vatnssopa. Á niður leiðinni þá hinsvegar fór ég einhverja allt aðra leið. Sá fólk sem var á uppleið og gekk bara í átt til þeirra og endaði í skruðningum og klettum en bara gaman að því. Það er svona þegar maður er ekki alveg klár á aðstæðum. Þessi leið er ekki eins falleg, mikið af skriðum og gljúfrum án þess þó að vera eitthvað hættuleg.

Ferðin í heild tók mig rúman einn og hálfan tíma og hef ég ekki minnstan grun um hvort það er gott eða slæmt. En ég er sátt Grin

Vala


Nr 4..........

Skellti mér á Esjuna í dag með góðum hópi fólks. Við hittumst við Esjurætur kl 17:00. Þeir sem voru með mér voru vanir göngumenn. Höfðu afrekað það á Uppstigningadag að fara saman á Hvannadalshnjúk í frábæru veðri með frábærum hóp. Já og svo var dóttir mín með. í þessum þremur ferðum sem ég hef farið þetta sumarið hef ég alltaf farið gömlu leiðina sem liggur upp Langahrygg sem einnig er nefndur Gljúfradalsháls. Gengið er í bröttum skriðum uns komið er í mýrina. Handan hennar tekur svo bratti Þverfellshorns við. Leiðin hentar þeim sem vilja fara hratt yfir. Í dag hinsvegar fórum við nýju gönguleiðina upp að Þverfellshorni. Hún klofnar frá gömlu leiðinni og stefnir yfir Mógilsá og þar upp austan árinnar. Þar er ekki eins bratt og á gömlu leiðinni og því aðeins léttari. Göngustígarnir koma aftur saman fyrir neðan hamrana í Þverfellshorni.  Við fórum upp að Steini en einn göngugarpur kvaddi okkur þar og hélt á toppinn. Við hin tókum hinsvegar mýrina til baka.

Fín ferð með góðu fólki Heart

Vala


Nesti.......

Einhverju sinni gagnrýndi ég nestið hjá einum félaga mínum sem er duglegur að ganga á fjöll. Nestið sem hann tók með sér á Esjuna einn daginn var 1/2 l appelsíni og rískubbar. Annar félagi minn sem er mikill útivistarmaður sagði að það þyrfti nú ekkert nesti á Esjuna. Og það er sjálfsagt rétt. Hinsvegar er rétt næring  afskaplega mikilvæg þegar kemur að allri hreyfingu þ.e.a.s ef við viljum fá eitthvað gott út úr henni og ef við erum að hreyfa okkur markvisst til að ná ákveðnu markmiði. Þá skiptir ekki máli hvort þú ætlar á Esjuna eða í gönguferð um dalinn. 

Ég fæ mér alltaf góðan próteinsjeik með 1 banana  ca klst áður en ég legg af stað á Esjuna og líka áður en ég fer í ræktina. Svo fæ ég mér annan próteinsjeik strax og ég er búin í hreyfingunni. Af hverju ? jú af því að í hvert sinn sem við reynum á vöðvana þá brjótum við þá niður og þeir fara að sækja í prótein og næringu til að byggja sig upp aftur. EF við fáum okkur próteinsjeik strax eftir hreyfingu þá komum við í veg fyrir að líkaminn haldi niðurbrot á vöðvunum áfram og við erum mun fljótari að ná okkur og miklu minni líkur á harðsperrum og aumum vöðvum. Svo er auðvita nauðsynlegt að taka vítamín og steinefni daglega og drekka vel af vatni.

Bara smá pælingar frá mér Heart

Vala


Önnur hreyfing........

Það er nú ekki svo að ég gangi bara upp á Esjuna og sitji svo heima undir flísteppi og horfi á sjónvarpið þess á milli. Ég reyni öllu jöfnu að hreyfa mig 5-6 sinnum í viku. Ég á kort í Sporthúsinu og hef verið síðustu 3 mánuði hjá einkaþjálfara, Skarphéðni Ingasyni, afskaplega dugmikill körfubolta snillingur úr KR. Hann hefur verið að taka mig og dóttur mína í frábæra þjálfun tvisvar í viku. Þess á milli fer ég í ræktina og núna líka í útiæfingar.

Það er frábær aðstaða til útiæfinga í Kópavogsdalnum þar sem ég bý. Ég tek stundum "himnastigann" tröppur sem liggja neðst úr dalnum upp á hjalla og eru ,að ég held, rúmlega 200. Að skokka þær tvisvar eða þrisvar er hörkupúl fyrir konu á mínu reki Grin en það var miklu meira púl fyrir nokkrum mánuðum síðan, þá taldi ég það gott að geta gengið hann einu sinni.

Svo er það ferð nr 4 á Esjuna næsta sunnudag.

Sjáumst á toppnum Heart

Vala


Nr 3 og enn er sól......

Esjan skartaði sínu fegursta í gær þar sem ég sat við borðið mitt í vinnunni. Ég tók göngufötin mín með svo ég gæti farið strax eftir vinnu. Mér fannst dagurinn ótrúlega lengi að líða og klukkan ætlaði bara aldrei að verða 17 Smile Þegar ég svo loks lagði af stað þá  leist mér nú ekki á blikuna þegar ég keyrði í gegnum Mosfellsbæ. Þar ver úthellis rigning og spurning um að hætta við. En engin er verri þótt hann vökni. Rigningin hætti og sólin tók völdin á meðan á göngu minni stóð.

Ég lagði af stað upp kl 17:38. Var bara með vatnsbrúsann minn í för. Var í fínu formi og fann góðan gönguhraða og hélt honum nánast alla leið upp að Steini. Ég skal viðurkenna að ég var móð þegar á áfangastað var komið. Var 55 mín. Tók smá hvíld til að pústra en lagði svo í brattann niður. Hljóp að mestu niður að stæði og var komin þangað kl 19:10. Sátt við mig og sátt við tímann minn.

Eftir svona góða hreyfingu þá er lundin svo létt og í raun finnst mér ég geta gert hvað sem er. Ekki slæm tilfinning.

Vala


Líkamsræktarstöðin Esjan....

Esjan er besta þjálfunarsvæði höfuðborgarbúa. Hún býður upp á alhliða þjálfun fyrir alla gönguvöðva. Reglulegar göngur auka þol, styrkja stoðkerfið og eyða með því bakverkjum. Æðakerfið og hjartað fær líka lífsnauðsynlega keyrslu. Sérfræðingar segja að göngur séu langbesta og árangursríkasta geðlyf sem fundið hefur verið upp, og fjallgöngur það hraðvirkasta. Flestar bækur um geðrækt byrja á því að benda fólki á að ef það vilji ná valdi á vandamálum hugans þurfi líkamsorku. Esjan er gjaldfrjáls og án virðisaukaskatts. Líkamsræktarstöð opin allt árið - allan sólarhringinn, eitt af því fáa sem ekki hefur verið skattlagt.
Þverfellshorn Esjunnar er langalgengasta leiðin, enda góðar götur þar upp og fleiri en eina leið að velja. Þverfellshornið er skylduganga hjá allmörgum a.m.k. einu sinni í mánuði og sumir fara a.m.k. einu sinni í viku allt árið þegar fært er. Það er helst hálka efst í fjallinu sem hamlar ferð. Akureyringar hafa sínar Súlur og flestir bæir hafa sitt bæjarfjall.

Það er ekki nauðsynlegt að klifra síðustu metrana upp klettana í hverri ferð sem farin er á Esjuna. Sérstaklega ef ferðin er eingöngu til þjálfunar og aukins þols. Ég fer oftast bröttu leiðina upp og þegar komið er upp að Steini, fer ég niður hina leiðina og læt klettana eiga sig. Það er fínt að fara á vorin einu sinni í viku og taka svo 3 ferðir á viku þegar maður tekur lokasprettinn.

Þeir sem komast þennan hring án hvíldar á tíma innan við 2 klst. og er ekki aðframkomið að því loknu, er klárt í flestar algengar gönguleiðir þar með talið Hvannadalshnjúkinn. Esjan býður upp á frábæra alhliða líkamsrækt, með góðri aftengingu frá amstri hvunndagsins í frísku fjallaloftinu.

 Esjan

Sjáumst á toppnum í dag , Vala

 

Heimild sem tekin ef af

 http://gudmundur.eyjan.is/2008/05/esjan.html

 


Nr 2 Uppstigningadagur 21 maí....

Vaknaði hress í morgun. Fékk mér góðan morgunverð og kaffisopa. Veðrið var frábært svo ég tók þá ákvörðun að fara á Esjuna.

Fór ein í þetta sinn. Mikil umferð á fjallinu. Veðrið var frábært þó ögn kaldara en á sunnudaginn. Ég skundaði af stað, fann fínan gönguhraða og hélt honum alla leið upp að Steini. Tók auðvita tímann en var viss um að nú væri ég lengur en síðast. Fannst ég ekki í sama forminu og svo var ég ein. Það skiptir máli því þá er það bara ég sem set pressuna á mig og við viljum nú oft vera ansi góð við sjálfa okkur. En ég náði frábærum tíma. Var 56 mín upp að Steini og er rosalega ánægð með það.  Sat góða stund uppi og horfði á útsýnið og borðaði próteinbarið mitt. Svo gott að vera með próteinbar á fjalli. Svo skokkaði ég megnið af leiðinni niður. Frábær ferð þennan daginn. 

Vala

 


Fyrsta ferð 17 maí....

Verðrið var frábært, logn, heiðblár himinn og sól. Kannski ekkert frábært gönguveður en gaman að fara fyrstu ferð í blíðskaparveðri. Dóttir mín ákvað að koma með. Þegar við lögðum af stað sagði ég við hana að við mættum ekki vera lengur en 60 mín upp að Steini. Hún tók því vel. Ferðin gekk stórslysalaust. Mikil umferð var á fjallinu. Fólk með mismunandi áform. Sumir voru að notfæra sér góða veðrið og skoða útsýnið á meðan aðrir voru að keppa við klukkuna eins og við mæðgur.

Dóttir mín er í toppformi og skundaði af stað og var fljót að komast góðan spöl á undan mér. Ég sagði henni bara að halda sínum hraða ég tæki minn og næði markmiðinu. Og það gerði ég. Var 60 mín upp að Steini og var  bara stolt af því. Dóttir mín var ca 54 mín sem er frábært. Við fórum ekki á toppinn heldur settumst niður upp við Stein og fengum okkur próteinbar og vatn áður en við tókum niðurleiðina. Við löbbuðum niður en skokkuðum þó inn á milli.

esjan_17_mai_2009_003.jpg

Frábær fyrsta ferð á Esjuna.

Vala


Esjan heillar....

Ég hef sett mér það markmið að fara Esjuna einu sinni í viku sumarið 2009. Tók svo þá ákvörðun í dag að blogga smá um gönguna og hvernig gengur, aðallega til að hvetja mig áfram í markmiði mínu.

Árið 2007 byrjaði ég að spá í hreyfingu aftur og keypti mér kort í líkamsræktarstöð. Var ótrúlega dugleg að mæta en gafst alltaf upp eftir ca 4 vikur. Sá þá flísteppið mitt svo fallegt í sófanum þegar ég kom heim úr vinnu og lagðist bara undir það og horfði á sjónvarpið. En sem betur fer þá byrjaði ég alltaf aftur og aftur. Var ósátt við líðan mína, alltaf þreytt og  þreklaus. Svo uppgötvaðist það að ég var kviðslitin og þegar ég átti að fara í aðgerð uppgötvast það líka að ég er mjög lág í járni og blóð. En á þessum tíma var ég búin að kaupa mér ferð yfir Fimmvörðuháls um jónsmessu og með töffaraskapinn einan í farteskinu lagði ég á hálsinn í ömurlegu ástandi. Komst ég bara upp á topp en var keyrð sömu leið til baka. Ónæmiskerfið hrundi og ég lá veik í tæpar tvær vikur á eftir. Ég fór þá að byggja mig upp og náði loks að fara í aðgerð 1 nóv 2007 út af kviðslitinu.  Til að gera langa sögu stutta þá var ég líka svo ljónheppin að Herbalife dreifingaraðili hljóp mig niður og sagði mér allt um þá frábæru næringu. Ég byrjaði að notfæra mér þessa næringu og var fljót að jafna mig eftir aðgerð. Náði af mér ca 10 kg fyrstu 8 vikurnar. Fékk ótrúlega orku og fór aftur í ræktina og er þar enn. Á sama tíma og ég byrjaði á Herbalife næringavörunum hætti ég að reykja. Í dag er ég í allt öðru ásigkomulagi bæði andlega og líkamlega. Algjörlega frábær lífsstíll. Og að sjálfsögðu gerðist ég dreifingaraðili fyrir þessar frábæru næringavörur. 

Það hefur verið draumur minn lengi að klífa fjöll.  Í sumar ætla ég að láta þann draum rætast. Til að styrkja mig og auka þol mitt og þrek ætla ég að notfæra mér Esjuna og skokka hana a.m.k. einu sinni í viku.

 

Vala


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband